Af hverju er ekki fjallað um mögulegt lögbrot formanns Miðflokksins ?

Nú liggur fyrir að formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð, settist á þing sem þingmaður fyrir Norðausturkjördæmi 2013.

Ljóst er að þá, sem hingað til, hefur þingmaðurinn búið hér á höfuðborgarsvæðinu en skráð "lögheimi" sitt á eyðibýli í sama kjördæmi [ekki hægt að afla upplýsinga um búsetu þingmannsins, né að ráða úr hvar skráð símanúmer þingmannsins á upplýsinga síðum Alþingis, sé skráð].

Ef litið er til laga um lögheimili nr 215/1990, þá kemur skýrt fram að hver sem er, þarf að skrá lögfesti sína þar sem einn starfar, sinnir tómstundum og sé svefnstaður.

Ljóst er líka að í sömu lögum er undanþága í 4gr. þar í 4 málsgrein sem sett er inn einugis fyrir Alþingismenn. Sú undanþága vísar reyndar til að sá sem nýtir sér téða undanþágu skulu hafa búið þar áður, áður en kjörs kom.

Því er það mitt mat að formaður Miðflokksins sé að brjóta lögin. Líklega má heimfæra lögbrot á aðra þingmenn en mikilvægt að þeir sem ætlar sér að á þeim sé tekið mark á, fari eftir lögunum sem við öll búum við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband