ÍÞ; vilja kristileg gildi en hafa samt rangt við.

Dapurt að sjá og heyra að óheiðarlegir frambjóðandi/endur á vegum flokksins hafi nú riðið um einstaka héruð og falsað undirskriftir á meðmælendalista.

Skömm af ef rétt reynist.

Hugsa sér að þessi flokkur hafi stefnt að þvi að komast að fjöregggi þjóðar, sjálfu löggjafarþingi okkar landsmanna.

Ljóst að þetta gulli átti aldrei möguleika að glóa....líklega glópagull


mbl.is Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvergi hefur síðuhöfundur fiskað það upp úr fréttum dagsins eða frá fulltrúum yfirkjörstjórna kjördæmanna fjögurra, "að óheiðarlegir frambjóðandi/endur á vegum flokksins hafi nú riðið um einstaka héruð og falsað undirskriftir á meðmælendalista."

Gerandinn eða hugsanlega gerendur í þessu skjalafölsunarmáli hafa ekki verið nafngreindir né til þeirra vísað með þeim léttúðuga hætti sem Sigfús síðuhöfundur tíðkar hér.

Eins er sjálf fyrirsögn hans villandi og ætlað að blekkja menn, því að hann leggur þar þá kollektífu sekt á flokkinn sjálfan eða hans helztu fulltrúa, að þeir "haf[i] rangt við". Það hef ég ekki gert,* en telji Sigfús það eiga við um einhverja aðra flokksmenn, er honum velkomið að reyna að nefna þá.

* Sbr. t.d. nýskráða aths mína hér: http://johanneslaxdal.blog.is/blog/johanneslaxdal/entry/2204357/#comment3674575

Jón Valur Jensson, 14.10.2017 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mikið mátt þú nú vera heppinn, ágæti Jón, hér mátt þú tjá þig og baða þig upp úr yfirlýsinginum. Get sko sagt þér að það er alls ekki þannig allstaðar hér í Bloggheimum. Gæti t.d bent þér á bloggsíðu Íslensku Þjóðfylkingarinnar, nú þína eigin síðu , svo fátt eitt sé nefnt til dæmis

En þá að máli dagsins, meintum svikum á undirskriftalistum þess flokks sem þú hefir verið í forsvari fyrir.

Ef þú ert ahtugll, þá má sjá í færslu minni þessi orð: "Skömm af ef rétt reynist.". 

Þess vegna ber að lesa mína færslu með þeim gleraugunum.

En það veit einn, að þetta lítur nú ekki vel út hjá þínum flokki. 

Aðalmálið er þó að þinn flokkur hefur lokið keppni að sinni, sem er vel.

En verð að segja, ef þú munt ekki haga þér og vera slakur ásökunum hér , þá mun ég neyðast til að loka á þig.

Reyndu samt að njóta frelsinsins hér, það er allstaðar á nokkrum bloggsíðum sem þú stýrir/hefur með að gera.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.10.2017 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband