Miðflokks-oddviti hér í borg, leiðréttu mál þitt!
29.1.2021 | 18:21
Þá liggur það fyrir og búið að liggja fyrir síðan jól, að Borgarstjóri keypti aldrei ein einustu bílastæði af Reykjavíkurborg.
Eins má lesa hér, fyrir þá sem láta tölur sig skipta máli að sú framkvæmd sem oddiviti Miðsflokks (með 3614 atkvæði á bak við sig) hefur kosið gera að moðreyk í sínu máli gagnvart Borgarstjóra, eru rangar.
Oddvitinn hefur farið víða, þar með reglulega á miðil sem rímar við flögu, um að framkvæmd á Óðinstorgi hafi kostað ríflega 600 milljónir.
Rétt tala er þá 10% af þeirri upphæð sammkvæmt tilkynngu Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.
Hvort Miðflokks-oddvitinn (þessi með 3614 atkvæðin á bak við sig) taki svo mark á því ágæta fólki sem þar vinnur sín störf af heilindum verður að koma í ljós.
Nú vita það allir að sami oddviti lét í ljós skoðun sína á öðrum emvbættismönnum, þá innkaupastjórum árið 2016 að þeir væru nú eiginlega allir gjarnan þjófóttir, þannig að það má búast við öllu frá oddvita Miðflokksins hér í borg.
Vigdís Hauksdótti mun ekki biðjast afsökunar, það mun hún aldrei gera. Eflaust eru e-r af þeim 3614 sem kusu Vigdísi og hennar slekti í skýjunum með orð hennar og óbeinar afleiðingar.
Videó-Vigdís er líklega rétt að byrja í hamaganginum.
Dagur hafi aldrei keypt bílastæði af borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.