Miðflokksmaðurinn og mannauðurinn.
16.10.2020 | 11:13
Merkilegt að hlýða á þennan hlaðvarpsþátt. Vissulega gaman að heyra aftur gamla RÚV rödd aftur á öldum ljósvakans þegar fyrrum ágætur fréttamaður, Jóhannes Bjarni, býður til viðtals í hlaðvarpi flugmanna.
Fréttamaðurinn ræðir hér við n.v formanna fagfélags flugmanna og um leið við varaþingmann Miðflokks.
Ljóst er að flugmannsformaðurinn veit margt um flug, veit líkega best um sóttvarnir og hvernig þjóðið eigi að haga sér í þeim heimsfaraldri sem nú ríður yfir.
Miðflokksmaðurinn er stoltur af sínu fólki, í sínu félagi og ræðir þar ítrekað um að hans fólk, séu í kjarnanum það sem flugfélag eitt sem hann þiggur laun sín frá, er, ásamt því að nefna að þeir flugmenn sem tók þátt í hlutafjárútboði hjá einu flugfélagi um daginn, áttu þar flestir (þá meðaltal), um 1.5 milljónir til að fjárfesta í sama flugfélagi.
Auðvitað á fólk, flugmenn og sjómenn að njóta góðs af því sem þeir hafa náð að safna af sínum launum, sparnað til að fjárfesta. Það um leið upplýsir að sumar stéttir hafa góðar tekjur og hafa haft. Aðrar ekki eins háar en um leið tók Miðflokksmaðurinn þátt í því að lækka laun samstarfsfólks síns í annarra stétt hjá sama launagreiðanda.
Miðflokksmaðurinn er þá væntanlega mjög stoltur af því að hafa gengið í störf sinna samstarfsfélaga og leitt sitt fagfélag í aðgerð sem var horft upp á af mun stærri fagsamtökum í evrópu og á norðurlöndum með mikilli skömm og hlaut fagfélag Miðflokksmannins snuprun fyrir.
Ekki bara hlaut fagfélagið og forsvarsmenn þess snuprun heldur mátti launagreiðandinn, sem borgar góðu launin til flugmannanna, þola snuprun frá stórum verkalýðssamtökum í sömu aðgerð, svo hægt væri að selja flugmönnum, sjómönnum, peningamönnum og öðrum hlutabréf núna í haust.
En auðvitað má Miðflokksmaðurinn vera stoltur af sínum verkum. Óvíst þó að margur yrði jafnstoltur af því að ganga svo í skrokk samstarfsmanna og fagfélagsformaðurinn gerði.
Miðflokksmaðurinn var svo ekki hættur þarna.
Nei, þá var það flugvöllurinn hér í borg, sem búið er að kjósa einu sinni á brott.
Þá skal gripið til gamalla slagorða eins og "öryggi" og "þetta er spurning um mínútur".
Skemmst frá því að segja, að þeir sem deila skoðun Miðflokksmannsins og fagfélagsformannsins, beittu "sjúkraflugsrökunum" heiftúðlega í umræðunni um flugvöllinn í kjölfars samkomulags sem einmitt n.v flokkseigandi Miðflokks og einmitt f.v forstjóri sama hlutafélagi og fagfélagasformaðurinn fjárfesti í nú á dögunum, samþykkti rækilega. Á þeim tíma mátti skilja rök "atvinnumanna" í flugi að við lokun flugbrautar 06/24 myndi fólk hreinlega deyja í umvörpum.
Ekki má nú neyðin vera meiri en það.
Miðflokksmaðuirnn og fyrrum sjúkraflugsmaðurinn veit það líka, og þeir sem þekkja lögin um sjúkraflutninga, að það sjúklingar eru ekki fluttir, á lofti og á vegum, nema sjúklingur sé "stöðugur" og með samþykki sjúkraflutningsmanns, ekki læknis. Flugmenn eru hreinlega eins og aðrir leigubílstjórar þegar kemur að flutningi á veiku fólki við þessar aðstæður.
Það vita það líka allir sé staðan þannig að um mínútur sé að ræða, þá fer önnur flugþjónusta í gang til að flytja þann sem þarf, því samkvæmt samningi við SÍ, þá í fyrsta forgangi [F1], þá hefur verktakinn 35 mínútur til að koma sínum farkosti í loftið, þá á farkosturinn eftir að koma sér á stað B, frá stað A og svo koma sjúklingi um borð og fljúga á staða C í sumum tilfellum.
Hér er því Miðflokksmaðurinn að fara með rangt mál, í bezta falli að ýkja, málstað sínum til haga, sem kemur ekki á óvart þegar Miðflokksmaður er annars vegar.
Að lokum þetta, það var hreinlega óþægilegt að heyra hvað Miðflokksmaðuirnn og fagfélagsformmaðurinn var/er stoltur af því að þiggja sín laun frá sínum launagreiðanda og tala um mikilvægi mannauðs í sömu setningu, þegar sami maður var til að ganga í störf annarra í ljosi þess að lækka laun annarra starfstétta, sem þá mögulega gátu ekkk á talsvert lægri launum gátu ekki tekið þátt í sömu hlutfjárkaupum og Miðflokksmaðurinn kann að hafa gert.
Vonum bara að stolt Miðflokksmannins nái ekki meir á Alþingi, offramboð af skoðunarsyskinum hans nú þegar.
Segir landamæralokun hafa verið mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.