"Þetta eru asnar....
18.7.2020 | 17:42
...Guðjón", er titlill á bók.
Fín bók, langt síðan ég hef lesið hana.
Hitt er öllu alvarlega að sjá og heyra af flugmannafélagi einu sem stýrt nú er af varaþingmanni Miðflokks, sem hikar ekki við að ganga í störf samstarfsmanna og kvenna
Skömm þess sem samþykkti gerninginn og lét undan þrýstingi stjórnenda flugfélags eins sem hér starfar, er mikil.
Kannski eru forsvarsmenn Miðlflokks með sinn varaþingmann í öndvegi að kalla eftir nýjum Gúttóbardaga.
Eitt er víst, vitibornir landsmenn munu ekki samþykkja svona svinslega framkomu af hálfu þessa flugmannafélags.
Geymt en eigi gleymt.
Vinir hafi bolað henni úr starfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju má Icelandair ekki reyna að semja við aðra ? Hefur FFÍ einkarétt ?
Þeir felldu samninginn... hvað er málið...
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 17:45
Líklega af því að flugliðar, líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa það í sínum samningum að þeir sem gangi til sömu starfa verði að vera í þeim félögum sem ég tiltók.
Hitt er svo annað, að ef t.d sveinafélag trésmiða sættir sig síður við þau kjör sem SA [Samtök atvinnulífsins, sem jú núna vilja rýmri vinnulöggjöf, sem er aftur sú sveigjanlegasta í norður-evrópu] bjóða, á þá að frekar að vísa þeim verktakafyrirtækjum sem vilja smiði að leita hófanna hjá erlendum vinnumiðlurum ?
Ert þú þar ?
Ekki ég.
Veit að margur fílar það sem trúðurinn Trump gerir, kannski þú en þar tíðkast "union busting" Ekki viss um að það verði samþykkt hér.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 20:41
Æ góði besti.
Ekki blanda flokkapólitík í þetta vandasama verkefni. Sem samninganefnd FFÍ klúðraði upp á sitt einsdæmi fyrir kosningu um samninginn.
Ekki hugsuðu þar um aðrar stéttir félagsins þegar þær hanga á prinsippum á þessum fordæmalausu tímum og afkoma 4000 fjölskylda eru undir.
Vonandi gengur eitthvað í yfirstandandi viðræðum, tek hatt minn ofan fyrir ríkissáttasemjara og Icelandair að mæta. Ef ekki gengur er augljóst að Trumparinn er FFí - með allt niðrum sig.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 20:53
Sigrún, það er mikilvægt að það komi fram rétta staðreyndir í þessu máli, að því gefnu sem ég veit og þekki til.
Það er staðreynd að Trump hagar sér sem trúður og já, er mein illa við verkalýðsfélög.
Það er líka staðreynd að formaður þess flugmannafélags sem nú hefur samþykkt að ganga í störf annarra flugliða og taka þá og leggja sinn hluta á vogarskálarnar í svokölluðu "union busting", er varaþingmaður Miðflokks. Nauðsynlegt að halda því til hafa, eygi sá Klausturflokkur möguleika að komast í ríkissjórn. Það er þá þeirra að svara hvort það sé á stefnuskrá þss flokks að styðja við þær aðgerðir sem sama flugmannafélaga, Samtök Atvinnulífsins og eitt flugfélga vinnur að.
Það er líka staðreynd að engin samninganefnd á vegum sömu flugliða "klúðraði" engum smaningum "rétt fyrir kosningar". Þvert á móti, þá lögðu þær [samninganefndin] að gerningurinn yrði samþykktur.
Það er svo líka staðreynd að 73% flugliða í FFÍ, þá með afkomu ríflega 3000 fjölskyldna á bak við sig [ef hlutföllin eru þau sömu og þú vísar til] var ekki tilbúin að sætta sig við þá kjararýrnun, brotthvarf á hvíldartímum og aukið vinnuálag, sem ákveðið flugfélag bauð upp á.
Það er líka staðreynd að framkoma þeirra sem leiða eitt flugfélag gagnvart sömu flugliðum er fyrir neðan allar hellur, þegar ekki er staðið við einföld loforðu sem gefin eru út í vitna viðurvist og 26. gr í lögum 80/1938 er margbrotin, sem kann að varða sektir, allt í umboði Samtaka atvinnulífsins sem nú vlja láta kné fylgja kviði vegna áherlsna hjá formanni einum sem leiðir verslunarfólk og sættir sig illa við að hans félagsmenn setji sinn sparnað í flugfélag eitt sem svona kemur fram.
Á meðan er trúðurinn enn við völd, hvað sem þér þykir um þann fír.
Ég veit hinsvegar hvað mér finnst um þá flugmenn sem nú ganga í störf flugliða.
Þú mátt klappa fyrir þeim.
Ég geng þá út í hléi.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.