Þessi er e-ð að ruglast. Það verður kosið til Alþingis á næsta ári.
23.4.2020 | 14:20
Ég, ásamt all mörgum öðrum lét mér ekki bregða yfir morgunkaffinu að sjá og heyra Guðmuund Franklín eða "Gúnda" eins og hann er víst kallaður í góðra vina [sínum] hópi. Kýs því að nota það nafn á mögulegan frambjóðandann.
Til að byrja með er Gúndinn að gera vinnuveitanda sínum, miðli er rímar við flögu, mikinn greiða, nú er e-ð annað til að tala um en fjandans vírusinn. Þeir munu þá í staðinn tala um annan vírus, þ.e framboð Gúnda sem ætlar sér að breyta hér stjórnkerfinu og mögulega brjóta hefðir þá þannig að hann [Gúndinn] ætlar sér að tukta til kjörna þingmenn og skipaða embættismenn, sem Gúndinn hefur lýst yfir marg oft að séu það næst versta í þessum heimi fyrir utan jafnaðarmenn og frjálslynda íbúa okkar lands.
Gúndi talar eins og stuðningsmenn og kjörnir fulltrúar Miðflokks, hagar sér eins og stuðningsmenn og kjörninr fulltrúar Miðflokks og fær jafn mikið næði til tjáningar og stuðningsmenn og kjörnir fulltrúar Miðflokks, aftur, á miðli er rímar við flögu.
Kannski er þá bara Gúndinn Miðflokksmaður í dularklæðum, Miðflokksmaður sem er að búa sér til pláss á listum Miðflokks fyrir kosningar til Alþingis á næsta ári. Hver veit ?
Hitt vita allir sem vilja vita að Gúndinn er ekki að fara vinna neinar kosningar 2020, hann er ekki Trump, hann ekki með það fylgi sem til þarf, allavega ekki á Austulandi þar sem hann var með smá ves hér fyrir nokkrum árum og kostaði lífeyrisgreiðendur þar nokkar krónur.
Gúndinn er hér mættur til að vera með læti, ekki til að sameina þjóðina, a.m.k m.v það sem kemur fram í yfirlýsingu hans, e-ð sem þarf núna, ekki að mæta núna aðra miðla en miðil er rímar við flögu og rægja niður núverandi Forseta vor og embættismenn sem eru sekir um að vinna vinnuna sína, í umboði löggjafans.
Þurfum við á fleiri lukkuriddurum sem hafa boðið sig áður fram en ávallt lotið í gras eftir miklar og stóra yfirlýsingar ?
Nei takk, sama og þegið.
Gúndinn býr í landi sem kýs að vera í hluti af margt góðu Evrópusambandi, síðast þegar Gúndinn bauð sig fram þá bjó hann víst í Tékklandi.
Samt vill hann meina að hér á landi sé allt í kalda koli og hann einn, Gúndinn, sé "maðurinn" til að bjarga sumum, ekki öllum. Greinilega glöggt augað hjá Gúndanum, þó svo hann hafi notið þess besta sem EU býður upp á.
Ég hinsvegar veit að þeir sem standa þéttast að baki framboði Gúndans séu þeir sömu og börðust harðast gegn orkupakka þrjú fyrr á þessu ári.
Gott og vel, þá hlýtur einn kjósandi að spyrja þá sem þar stýra, ásamt Gúndanum hvort almennt málfrelsi verði leyft fram að mögulegu framboði og á meðan baráttan stendur yfir, fá Gúndinn nægjanlega meðmælendur [sem mér er til efs] ? Mun kannski Gúndinn stuðla að því að þeir sem munu andmæla honum á meðan mögulegt framboð stendur yfir, fái ekki að koma til hans spurningum, svona eins og var gert á síðu þeirra sem stýrðu hópnum "Orkunni okkar" en gott að hafa það í huga að ein þeirra sem stýri þeim hópi og var Miðflokki til aðstoðar í mestu málþófi sem hér hefur verið stundað á Alþingi hefur lýst yfir stuðningi við framboð Gúndans og því vert að spyrja hér hvort öllum verði leyft að tjá sig um málefni sem Gúndinnn leggur fram eða hvort það verði bara já fólk sem fær að ræða málin. [Að svo komnu er Fésbókarsíða Gúndans enn lokuð, þ.e ekki opin fyrir alla til að tjá sig, segir líklega meir um það hvað á að fara þar fram]Hitt er svo annað, ef þetta er e-ð sem Gúndinn vill og gott til þess að muna að Gúndinn er mikill stuðningsmaður Trump í USA en sá, Trump, vill ekki svara öllum spurningum og gerir lítíð úr þeim sem eru honum andsnúnir í stjórnmálaskoðunum. Trump svo sem gerir lítið úr mörgum, fötluðum og fólki sem kemur frá Mexikó. Líklega gerir Gúndinn það líka.
Ágæti Guðmundur, gott hjá þér að bjóða þig fram. Ég get samt ekki sé annað en að þú hafi málefnakrá sem á við Alþingiskosningar, ekki forsetakosningar. Þér svo frjálst að fara fram en þú ert ekki að fara sigra neitt í sumar nema mögulega vigtina eða klukkuna.
Það verður kosið til Alþings á næsta ári, mögulega fyrr. Þú ert líklega að ruglast, og þá ekki í fyrsta skiptið.
Guðmundur Franklín gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.