"Sí jú in kort"
6.3.2020 | 14:23
Kannski er það til ágætis að átakasækinn , kjörinn fulltrúi með 3614 atkvæði á bak við sig hér í borg, bjóði sig fram til leiðtogahlutverks hjá þessum hægri sinnaða, sumir segja öfga hægri, stjórnmálaflokki.
Enda færi þá vel á þeim leiðtogum flokksins sem sækja stíft í að leiðs sín mál til lykta í dómsölum.
Þetta er jú nýja aðferðin í stjórnmálum, sjáum þetta bæði vestanhafs og núna hjá frændflokkum þess flokks sem á téð 3614 atkvæði á bak við sig, í Póllandi en þar er dómurum sem ekki dæma rétt ýtt til hliðar.
Líklega til eftirbreytni hjá þeim sem munu leiða Miðflokkinn, enda sækja þau í reglur og dóma þegar hentar en siðferði og skynsemi má um lönd líða.
Gott samt að muna að þessi oddiviti stóð að því í júli 2013 að þá mætti greiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins hækka hjá þeim sem höfðu hæstar lifeyristekjur, ekkert gert fyrir þá tekjulægstu
Sami oddviti stóð svo að því að koma í veg fyrir afturvirkar hækkanir á örorkubótum hér 2015 og samþykkti hækkun á matarskatti á sama þingi.
Oddvitinn vinnur bara fyrir þá sem hafa hæstar summurnar enda ekki sá sem leiðir Miðflokkinn á vonarvöl.
Við aðra ræðir hún bara í dómsölum.
Vigdís gefur kost á sér sem varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.