Stefnuleysi Miðflokksins er algert.

Þeir sem fylgdut með umræðunni, bæði um málefni þróunarreits #73 við Stekkjarbakka og svo síðar um tillögu um að vinna áfram skoðun á uppbyggingu heimavistar fyrir framhaldsskóla, hér á höfuðborgarsvæðinu, á fundi Borgarstjórnar í dag máttu enn og aftur upplifa stefnuleysi og hversu mikið skaðræði oddviri Miðflokks hér í borg er í raun og veru.

Í umræðunni um þróunarreitinn við Stekkjarbakka, þá lagði oddviti Miðflokks það til að skipulagsvald yfir sama reit og þá einnig Elliðaárdalinn undir skipulagsvald Ríkisins en þegar spurð hvort það væri ekki gegn umræðu sama flokks á Alþingi, Miðflokksins, í umræðunni um stofnun Þjóðgarðs á hálendi Íslands, þá áttu allt önnur rök við. Greinilega ekki sama, hálendið eða Elliðárdalur. 

Miðflokkurinn hefur svo öðruhvoru, þegar sá flokkur hefur mætt til vinnu á Alþingi eða ekki staðið í málþófi, þá talað um að bæta stöðu landsbyggðar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. 

Nú er lögð fram tillaga um að kanna, í samráði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og í samráði við Félag íslenskra sveitarfélaga, með að koma upp heimavist fyrir framhaldsskólanema sem ekki hafa  í önnur hús að venda, á meðan þeirra námstíma stendur yfir.

Frábær tillaga og mun líklega stuðla að á því, með tímanum, að þeir sem veija tækninám, matvælanám eða íþróttafræði sem sína hillu en búa utan á landi velji það frekar en bóknám sem alls ekki hentar öllum og rímar við þá köllun atvinnulífs eftir fleiri iðnmenntuðum nemum aftur út á vinnumarkaðinn.

Nei, þá mætir oddiviti Miðflokksins, enn og aftur með læti, mætir á skólalóðina til að hafa hátt. Engin stefna í málum sem þessum, ráðist að starfandi fólki og sett í brýrnar.

Bara að vera á móti, það er Miðflokkurinn.


mbl.is Vigdís kaus ein gegn stofnun heimavistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband