Kanntu annann ?
4.1.2016 | 11:08
"leiðinlegan ósið" ?
Hér er mikið lagt undir til að stöðva bótasvik, gengið að eigum fólks sem þau kunna stunda.
Það að keyra sinn rekstur í þrot, jafnvel ítrekað, sem svo endar á því að samneyslan endar á því að greiða launakostnað starfsmanna viðkomandi, hefur verið lengi stundað í boðið stjórnvalda.
Hver man ekki eftir viðtalinu fræga við útgerðarmanninn á Flateyri, sem býr í Hafnarfirði, sem búinn var að setja fyrirtæki sitt í þrot en stofnaði nýtt á sama stað, í sama húsi, með sama starfsfólki, með sama hráefni. "hva, gjaldþrotið, það er ekki að kosta ríkissjóð neitt.".
Auðvitað þarf að breyta lögum þannig að aðilar geti ekki keyrt sig í þrot, hafið rekstur með sömu eignum, keyptum á "slikk" úr búinu, og leikið svo leikinn aftur og aftur.
Að mínu mati er þingamðurinn hér að kalla á athygli með innantómum fyrirsögnum.
Í þessum málum verður ekkert gert.
Vill samstarf gegn kennitöluflakki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.