Flokkarnir margir að deyja út....

Athyglisvert hvernig sumir flokkar í téðri könnun eru í raun að deyja út með kjósendum sínum.

Til að mynda Sjálfstæðisflokkur, sem á orðið ríflega pilsnerfylgi í hópi yngstu kjósenda, enda ekki nema von, kjörþokkinn á þeim bæ ekki mikill þessa dagana.

Þurfum ekki að ræða Samfylkinguna, hún hamasta við að fremja fjöldamorð á sjálfum sér. Það þarf víst ekki að boða til kosningapartýs þar á bæ fyrir kjördag 2017.

En nú fara þessi flokkar, ásamt Flugvallavinaflokknum að byrja elda kanínur fyrir hattinn góða á næstu mánuðum, þá má víst ekk breyta neinu hér í samfélaginu nema þessir flokkar fái að ráða fyrst. Það er víst ekki marktakandi á 1000 manns sem lögðu upp með góða samfélagslega vinnu árið 2010. Þá segja margir að það sé betra að 1300 manna haleljúa fundur hjá flokki sem kennir sig við sjálfsstæði sé miklu betra, þar ríkir mun meira lýðræði.

Kannski verður bara enginn Sjálfsstæðisflokkur þegar ég verð 64 ára....hver veit.

 


mbl.is „Viljum helst ekki þurfa að vera til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver veit með sjálfsstæðisflokkinn eða hvaða flokk sem er, enda er það ekkert atriði í sjálfu sér að einhver X flokkur sé til, heldur mikið frekar að að til séu flokkar sem eru með áherslur sem falla að þeim gildum sem menn vilja standa fyrir.

Þannig að þó sjallar verði ekki til þegar þú verður 64 ára, þá veður alveg örugglega til flokkur sem samskonar áherslur og sá flokkur mun fá hellings fylgi.

stebbi (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 14:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Sjálfstæðisflokkurinn til ?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2015 kl. 15:39

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Stebbi, hef það mikla trú á Frónbúum að þeir muni sjá ljósið og koma í veg fyrir að annar eins flokkur og hefur gert jafn mikinn óskunda og téður flokkur hefur gert að mínu mati ,komi aftur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.9.2015 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband