Hér er ekki allt sem sýnist.

Að mínu mati er hér ekki góð blaðamennska á ferð. Hér er rætt við aðila sem sem hefur beitt sér beint í málefnum vegna flugvallarins. Þá fyrst og fremst sem fulltrúi eins af minnihlutaflokkunum í Skipulags- og Umhverfisnefnd Borgarinnar. Sem sitjandi fulltrúi hefur viðkomandi beitt sér og geta aflað og spurt um málin sem sitjandi fulltrúi, eitthvað sem leikmenn í umræðunni áttu ekki tækifæri á, þó svo að hann kunnað að hafa vikið af fundum ef málefni flugvallarins voru rædd á fundum. Enda ekki nema von að hann hafi þurft að víkja, tók þátt í vinnu og skrifum sem hagsmunafulltrúi í Rögnuskýrslunni, þá sem forseti Flugmálafélags. Hér eru svo enn einir hagsmunir að koma í ljós, þá sem eigandi eins af flugskýlunum við völlinn. Kemur nú í ljós þvílíka (eigin)hagsmunarbaráttu þessi aðili hefur háð, þá sem fulltrúi á vegum borgarinnar og sem einstaklingur sem á talsvert undir sér fyrir því að flugvöllurinn fari ekki, að mínu mati. Þetta hefði blaðamaðurinn átt að setja fram í sinni grein.

 


mbl.is Neita að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband